Um okkur
Velkomin á „Stöndum gegn einelti“. Markmið okkar er að draga úr einelti og fræða fólk um orsakir þess og auka vitund um allt Ísland. Við leggjum okkur fram um að skapa friðsælt umhverfi fyrir alla. Við erum 3 framhaldskóla nemar sem hafa mikla löngun fyrir því að engin ætti að verða fyrir einelti. Þessi vefsíða er gerð fyrir skólaverkefni.

Ígrundun
Allir geta orðið fyrir einelti og eins geta allir orðið gerendur, hvort sem það er viljandi gert eða ekki. Til eru margar mismunandi birtingarmyndir af einelti, svo sem neteinelti, líkamlegt og andlegt og einnig félagslegt. Sumir eru líklegri en aðrir til að verða fyrir einelti. Oftast eru það krakkar sem falla ekki undir normið, þau sem standa útúr hópnum, það getur verið þyngd, hæð, útlit eða kynþáttur. Gerendur byrja oft á að leggja í einelti vegna síns eigin vanlíðan, þau leitast oftast eftir athygli sem þeim skortir, einnig geta þau verið að leitast eftir valdi. Börn elta líka spor foreldra sinna og gætu verið að spegla sínar eigin heimilisastæður.
Í æskulýðsrannsókn árið 2022 sögðu 20% af nemendum í 6, 8 og 10 bekk orðið fyrir einelti í skólanum síðustu 2 mánuði. Um 12% sögðust hafa beitt öðrum einelti. Í alþjóðarannsókn segjast oft um 11-15% ungmenna hafa orðið fyrir einelti eða neteinelti reglulega. Samfélagsmiðlar hafa gert það auðvelt fyrir einelti til að komast utan skóla, sími og netið.
Skammtímaafleiðingar geta komið fram þegar einelti er að eiga sér stað. Einstaklingur forðast að vera á stöðum sem þeim líður illa á og missir þá oft af tækifærum til að vera með í samskiptum og námi. Skammtímaafleiðingar líða hjá eftir að eineltið hættir og þolandin fer að líða vonandi betur. Í langtímaafleiðingum er eins og skammtímaafleiðingar, verður fyrir einelti, finnur fyrir vanlíðan og óöryggi. Þeir sem finna fyrir langtímaáhrifum hafa verið undir áreitum í langan tíma og hefur því áhrif á sjálfsmynd og sjálfsálit. Líkurnar á langtímaafleiðingum aukast ef eineltið var bæði andlegt og líkamlegt. Gerendur finna einnig fyrir afleiðingum í framtíðinni og þá er mikilvægt að grípa inn í og stoppa hegðunina sem fyrst.
Stefna FVA er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreiti og ofbeldi eru ekki liðin í skólanum. Ef kemur upp grunur um meiðandi eða óviðeigandi háttsemi af nemdanda eða starfsmanni, þá er brugðist við án tafar með það markmið að leysa málið faglega og á árangursríkan hátt.
Í hverjum grunnskóla ætti að starfa teymi sem ber ábyrgð á aldurhæfri fræðslu um kynbundið/kynferðislegt ofbeldi eða áreiti. Allir vinir verkefnið er verk sem stendur yfir í reykjavíkurborg. Þau vinna með þremur grundvallarþáttum, félagsfærni, vinátta og samvinna. Breytt hegðun og líðan hjá barni getur verið vísbending um einelti, þó það bendi ekki alltaf til þess. Skólar ættu að grípa fyrst inn í ef einelti er að eiga sér stað innan árgangs eða bekkjar. Kennari eða stjórnandi ætti svo að eiga samband við foreldri og láta vita hvað sé að eiga sér stað og ef þess þarf þá kalla þau inn fagaðila. Foreldrar eiga að forðast að kenna öðru barni um eða reyna að leysa málið sjálf. Þegar málið er orðið langt eða erfitt koma fagaðilar inn í málin, eins og skólasálfræðingur, félagsráðgjafi eða sérkennari. Þau veita barninu, foreldri og starfsfólki ráðgjöf og stundum veita þau stuðning eða meðferð. Þegar einelti er komið á þann stað að það fer að skaða heilsu barns, andlega og líkamlega, þá er kallað til barnaverndar. Ekki er oft sem barnavernd er kölluð til.
Create Your Own Website With Webador