Tegundir eineltis 

Líkamlegt er eins og lemja/berja, sparka og einnig hrindingar

Munnlegt er eins og uppnefna annan einstakling, niðurlægandi athugasemdir, endurtekin stríðni

Skriflegt/neteinelti eru neikvæð skilaboð á netinu eða í síma/skilaboðum, kort, bréfasendingar

Óbeint er ekki að tala við manneskjuna, baktal, útilokun úr vinahóp,

Efnislegt er þegar hlutum er stolið eða skemmdir

Andlegt er þvingun til að gera eitthvað gegn vilja sínum            

Félagslegt er að skilja útundan, hunsa, dreifa slúðri eða lygum.

Einelti. (e.d.). Heilsuvera. https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/einelti/

Hvernig er hægt að stöðva einelti?. (e.d.). 112. https://www.112.is/abuse/stodva-einelti

Orsakir og ástæður 

Hver og einn getur orðið fyrir einelti, en því miður eru sumir líklegri til þess að verða fyrir einelti en aðrir. Oft er það vegna þess að sá krakkar standa út frá „norminu“. Það getur verið  vegna kynþáttar, trúarbragða, kynhneigð, fötlun, þyngd, hæð og útliti. Allt þetta myndar mismun á milli tveggja eða fleiri barna. (þó réttlættir það ekki einelti)

Gerendur beita einelti oft vegna eigin vanlíða. Þau gætu verið að leitast eftir athygli sem þeim skorti, ást eða valdi. Gerendur reyna að bæta upp það sem þeim skorti með því að leggja aðra í einelti. Þeir sem beita einelti niðurlægja oft þolendur til þess að halda sinni eign félagslegri stöðu uppi. Einnig herma börn oft eftri foreldrum sínum og gætu því verið að spegla heimilisaðstæður sínar á þolendur.

Oft skilja gerendur ekki að þeir eru að velda öðrum harmleika og tengja ekki að þau eru að leggja þolandan í einelti. Stundum vita þau ekki hversu miklum kvíða og sársauka þau valda. Gerendur valda oft einelti í þeirri trú að það sé í lagi að haga sér eins og þau gera.

Eftirfarandi punktar geta verið ástæður afhverju gerendur leggja aðra í einelti:

  • Til að öðlast valdatilfinningu meðal bekkjarfélaga sinna.
  • Til að fá athygli eða verða vinsælir.
  • Þau eru hrædd, svo þau hræða aðra til að fela tilfinningar sínar.
  • Þau eru óhamingjusöm og láta það út á öðrum.
  • Þau eru sjálf lögð í einelti.
  • Til að fá það sem þau vilja.
  • Til að herma eftir einhverjum sem þau líta upp til.
  • Til að láta sér líða betur þegar þeim líður illa eða eru öfundsjúk út í einhvern annan.
  • Vegna þess að þeim finnst að annar einstaklingur sé að verða vinsælli en þeir eru í hópnum sínum.
  • Þau vonast til að nota það sem leið til að fá fólk til að vera vinir þeirra.

Why does bulling happen? (e.d.). Bullyingfreenz. https://bullyingfree.nz/about-bullying/why-does-bullying-happen/

Algengi eineltis 

Tölfræðilegar upplýsingar (börn og ungmenni)

Í Íslensku æskulýðsrannsókninni 2022 sögðust um 20% nemenda í 6, 8. og 10. bekk hafa orðið fyrir einelti í skólanum síðustu tvo mánuði. Um 6–10% sögðust hafa lent í einelti tvisvar eða oftar. Um 12% sögðust hafa beitt aðra einelti.

Samanburður (Ísland og önnur lönd + börn og fullorðnir)

Í alþjóðlegum rannsóknum (HBSC) segjast oft um 11–15% ungmenna hafa orðið fyrir einelti eða neteinelti reglulega. Þetta er svipað og á Íslandi, þó tölur geti verið misjafnar milli landa.

Einelti meðal fullorðinna er líka til (t.d. á vinnustað), en það er oft mælt með öðrum spurningum og er því erfiðara að bera nákvæmlega saman við börn.

Breytingar með samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar hafa gert það auðveldara að einelti haldi áfram utan skóla, í síma og á netinu. Alþjóðleg gögn sýna að neteinelti er orðið algengara vandamál hjá ungmennum.

Áreiðanleiki og takmarkanir

Flestar tölur koma úr könnunum þar sem nemendur svara sjálfir. Það getur haft áhrif á niðurstöður því fólk skilur einelti mismunandi og sumir segja ekki frá. Þess vegna geta tölur verið aðeins mismunandi eftir rannsóknum og löndum.

Afleiðingar eineltis

Skammtímaafleiðingar koma fram þegar einelti er í gagni. Einstaklingur sem verður fyrir einelti finnur því oft fyrir vanlíða og öryggisleysi. Hræðslan sem myndast veldur því að einstaklingur finnur fyrir óöryggi og upplifir jafnvel að eineltið sé þeirra sök, og að þau hafa gert eitthvað rangt að sér. Einstaklingur fer því að forðast staði sem þeim líður illa á og missir oft af tækifærum til samskipta, skemmtunar og menntunar. Vanlíðin brest oftast fram í kvíða, depurð, áhugaleysi, vonleysi og þreytu. Kvíðin gæti valdið því að einstaklingur finni fyrir líkamlegum verkum svo sem höfuð- og magaverkum. En í skammtímaafleiðingum líður vanlíðin hjá eftir að einelti hættir og einstaktlingnum sem varð fyrir einelti fer að líða betur.

Langtímaafleiðingar eins og með skammtímaafleiðingar finnur einstaklingur sem verður fyrir einelti vanlíða og öryggisleysi. En í stað þess að líðinn bætist eftir að einelti stoppar, heldur einstaklingur áfram að finna fyrir vanlíða og hefur það áhrif á fullorðinsárin. Þeir sem finna fyrir langríma áhrifum hafa verið undir áreitum í langan tíma og hefur því sálfstraust og álit skaddast. Fullorðin einstaklingur gæti því haft litla til enga trú á sjálfum sér. Félagsleg einangrun getur eykst þar sem einstaklingur treystir ekki örðum jafn vel og heldur sig frékar til hlés og jafnvel forðast félagslegar aðstæður. Meiri líkur eru á því að einstaklingur finni fyrir langtímaafleiðingum ef einelti var korskonar t.d. bæði andlegt og líkamlegt.

Afleiðingar hjá gerendum. Þeir sem beita öðrum einelti finna líka fyrir afleiðingum í framtíðinni og er mikilvægt að grípa inn í og stöðva sá hegðun. Þeir sem beita einelti gera þess oftast vegna eigin hræðslu og vanlíða. Með því að stöðva eineltisathafnir geranda kemur það í veg fyrir að sá einstaklingur noti slíka hegðun þegar það kemur að erfiðum samskiptum í framtíðinni.

Sigurbjorg. (e.d.). Afleiðingar eineltis. Samskiptaráðgjafi. https://www.samskiptaradgjafi.is/post/aflei%C3%B0ingar-eineltis

Forvarnir gegn einelti 

Stefna FVA er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreiti og ofbeldi eru ekki liðin í skólanum. Komi upp grunur um meiðandi eða óviðeigandi háttsemi af nemanda eða starfsmanni, er brugðist við án tafar með það að markmiði að leysa málið á faglegan og árangursríkan hátt. Viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi eru skilgreind í verklagslýsingu. Með forvarnaráætlun er unnið að því að fyrirbyggja einelti, áreitni og ofbeldi.

Í hverjum grunnskólum ætti að starfa teymi sem ber ábyrgð á aldurshæfri fræðslu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi/áreitni. Teymið styður starfsfólk með ráðgjöf, fræðslur og þjálfun, og vinnur að samhæfðum viðbrögðum þegar grunur vaknar um einhverja slíka háttsemi. Þau fylgjast einnig með vísbendingum í tengslum við forvarnarstarf og er tengiliður við skólaskrifstofur.

Öflugt forvarnarstarfs gegn einelti byggir á markvissri þjálfun í samskipta og félagsfærni þar sem lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Samkvæmt aðalnámskrá skulu þessi gildi vera samþætt öllu skólastarfi, og í frístundarstarfi er lögð sérstök áhersla á umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika sem lykilþætti í forvörnum gegn einelti.

Allir vinir verkefnið er verk sem stendur yfir í reykjavíkurborg. Allir vinir vinnur með þremur grundvallarþáttum, þeir þættir eru félagsfærni, vinátta og samvinna. Verkið er hugsað sem hluti af daglegu starfi en ekki sem verkefni sem er tekið upp á ákveðnum tímum. Verkefnið hefst á greiningu, en í framhaldi af henni er unnið samkvæmt áætlun sem miða að því að efla stöðu barna sem glíma við félagslegan vanda. Í kjölfarið eru haldnir bekkjar, hópa eða stórfundir þar sem börnin taka meðal annars þátt í að setja sér samskiptareglur. Að því loknu hefst vinna með hópinn í heild, með áheyrslu á að byggja upp góðan anda og góð samskipti. Sú vinna fer fram með félagsfærniþjálfun og samvinnuleikjum. Þar fyrir utan er hægt að nýta fjölbreyttar aðferðir við skapandi verkefni, útivist, heimspeki og samvinnuverkefni.

Úrræði og inngrip

Breytt hegðun og líðan barns getur verið vísbending um einelti, þó slíkt bendi ekki alltaf til þess að einelti sé að eiga sér stað. Hér fyrir neðan eru algengar vísbendingar (listinn er ekki tæmandi):

Tilfinningalegar vísbendingar

  • Breytingar á skapi, endurtekinn grátur og aukin viðkvæmni
  • Svefntruflanir eða martraðir
  • Breyttar matarvenjur, lystarleysi eða ofát
  • Minna sjálfstraust, hræðsla og kvíði
  • Depurð, þunglyndiseinkenni eða sjálfsvígshugsanir

Líkamlegar vísbendingar

  • Líkamlegar kvartanir, t.d. höfuð- eða magaverkir
  • Kvíðaeinkenni, t.d. naga neglur, stam eða kækir
  • Óútskýrðar skrámur eða marblettir
  • Rifin föt eða skemmdar eigur

Félagslegar vísbendingar

  • Barnið virðist einangrað eða einmana
  • Fær hvorki né fer í heimsóknir
  • Forðast félagsstarf og á fáa eða enga vini

Hegðunarvísbendingar

  • Óútskýrð skapofsaköst eða grátköst
  • Vill ekki segja frá því sem amar að
  • Árásagirni eða erfið hegðun

Vísbendingar í skóla

  • Hræðsla við að fara eitt í eða úr skóla, biður um fylgd eða fer aðra leið
  • Leggur af stað óvenju snemma eða seint
  • Mætir oft seint eða skrópar
  • Forðast ákveðnar aðstæður, t.d. leikfimi, sund og frímínútur
  • Dregur sig í hlé frá skólafélögum
  • Námsárangur versnar og einbeiting minnkar

Fyrst og fremst ættu skólar að grípa inn í ef einelti á sér stað innan árgangs eða bekkjar. Tala við foreldri um hvað sé að eiga sér stað innan hópsins, svo ef þess þarf þá er kallað til fagaðila. Foreldrar eiga svo að passa að börnin sín eru að fylgja skólareglum og bregðast við ef óæskileg hegðun sem er að eiga sér stað innan skólans. Foreldrar eiga að forðast það að leysa sjálf málið eða kenna öðrum börnum um. Foreldrar eiga einnig að taka ábyrgð ef grunur verður um eineltismál. Þegar vandamál eru orðin löng eða flókin koma fagaðilar inn. Þá eru um að ræða skólasálfræðinga, félagsráðgjafa eða sérkennara o.fl. Þau geta veitt ráðgjöf til barnsins, foreldri og starfsfólk, og stundum veita meðferð eða stuðning.

Stuðningur fyrir þolendur er hægt að fá frá allskonar fagaðilum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjall þeirra er alltaf opið og hægt er að fá frjálsan stuðning sem er einnig nafnlaus.

Alltaf er hægt að leitast til sálfræðings, hvort sem það er innan skóla eða ekki.

Stuðningur frá foreldrum fyrir báða aðila er mjög mikilvægt.

Fyrir gerendur er góð byrjun að útbúa fræðslu um einelti og hvernig þolendum líður þegar einelti er að eiga sér stað.

Þegar eineltið verður mjög alvarlegt, fer að skaða heilsu barns, líkamlega eða andlega, þá er stundum kallað til barnaverndar. Það er samt ekki mjög oft sem barnavernd er kölluð til. Þau eru með í lögum sínum að tilkynna ef grunur/ástæða ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæðum, verði fyrir ofbeldi eða annarri vinvirðandi háttsemi. Markmið þeirra er að vinna að velferð barna. Stofnunin veitir og styður við þjónustu fyrir börn.

Create Your Own Website With Webador